Sunday, April 08, 2007

Sunnudagur 08.04.2007 Páskadagur

Gleðilega Páska öll sömul.
Ég er búin að slappa mikið af um helgina. Ég er búin að vera heima og verið að vinna að mínum hugðar efnum.... Annas er bara allt fínt að frétta hjá okkur hér heima, ég er búin að vera að fara á fundi og rægta á mér hausinn en Sirrý er búin að vera að vinna. Í morgun fór ég með páska egg handa Sölku og í gær fengu Kamilla, Magnús,og Vignir Sigur sín páska egg frá Ömmu og Afa enda sést það á myndunum sem eru teknar i morgun he he he he.
Ég fór á afmælisfund hjá AA samtökunum á Föstudaginn langa það var gaman að hitta alla þá sem maður er búin að kinnast þar. Það var ágætis fundur en ekkert meira en það. Mig fannst vanta að ræða svolítið um lausnina sem AA-bókin bíður uppá.
En í morgun fór ég á mikinn og góðan fund í Héðinshúsinu mjög kraftmikinn fund. Í dag ætla ég að fara í göngutúr og rægta aðeins hugan og líkaman og gera eitthvað gott fyrir mig.

Ég hef verið að hugsa um þessi framboð sem eru komin fram til Alþingiskostningana. Ég er svolítið hissa á Bubba Morteins að láta hafa sig í svona mál, mér finnsst Bubbi miklu eftirtektar meiri hann sjálfur og eins og hann er heldur en að fara í svona mál. Hann er það sterkur karegter að hann á ekki að blanda nafni sínu við stjórnmálaöfl enda er það á móti þeim boðskap sem hann hefur verið að boða í lögum sínum og framkonu. En tímarnir breytast og mennirnir með......
Það mer allra góðra gjalda vert að berjast fyrir nátturuvernd og allt það, en það er hægt að gera það á annan hátt en að fara í stjórnmálaflokk. Menn eins og Bubbi og Jakob Frímann hafa svo margt annað að bjóða og miklu kraftmeira og áhrífaríkara heldur en að berjast í stjórnarandstöðu sem engu fær breytt og engu getur komið áfram. Það er miklu meira tekið eftir þessum persónum utan stjórnmála afla að mínu mati.

Tuesday, April 03, 2007

Þriðjudagur 03.04.2007

Hæ allir.
Þá er búið að ganga frá miðunum fyrir Magnús Mána en það kom svolítil uppákoma og til stóð að hann kæmist ekki fyrr en þann 14.júní út til okkar í sumarfríið en það slapp.

Ég er forviða yfir úrslitum kostningana í Hafnarfirði. Ef það verður raunin að allt fari svona varðandi stóriðju og önnur atvinnumál hér á landinu ef þessir vinstri flokkar komast að bíð ég ekki mikið fyrir að búa hér á landi eftir 2-3 ár. Það mætti halda að þetta blessaða fólk ætlaði að lifa á loftinu, "makalaust "dæmi hjá þeim. Ég vil skora á fólk að kjósa Framsóknarflokkinn til að varna því að þessir svokallaða stjórnar andstaða komist ekki til valda. Íslenst þóðfélag má ekki við því að fá svona stjórn núna. Ef við ætlum að lifa hér áfram og halda þessari útrás áfram. Ef við hleipum vinstri flokkum að þá hverfa bankar og önnur stórfyrirtæki burt af landinu og koma ekki aftur. Þessi fyrirtæki hafa komið sér vel fyrir á erlendri grund svo að eftir situr Ögmundur , Kolbrún og Steingrímur og bíða eftir einhverju öðru sem kemur í staðinn. Þetta fólk veit ekkert um hvað þau eru að tala og hafa aldrey difið höndinni í kalt vatn.
Jón Sigurðsson var maður með meiru að gefa það hreynlega út að Framsóknarflokkurinn myndi ekki starfa með svona flokkum sem myndu setja á stóryðju bann um óákveðin tíma.
Hann veit hvað hann singur enda mjög röksamur maður.

Sunday, April 01, 2007

Sunnudagur 01.04.2007

Hæ.
Við hjónin erum búin að eiga góða helgi saman. Við fórum í Laugar og áttum svona dekurdag sem stelpurnar okkar gáfu okkur. Það var alveg frábært að getaðp slakað vel á við vorun í 5 tíma í dekri. Síðan í dag fór ég á 2. fundi´þann fyrri kl 0900 og síðan hittumst við viðskiptafélagarnir kl 1100.
Síðan er það aðal atriðið. Kóngurinn í fjölsk. er 10 ára í dag. Hann Magnús Máni er tíu ára í dag. Þessi vinur hann er alveg perla þessi drengur. Hann er svo góður og fallegur allavega finnst mér það. Við erum svo miklir vinir og svo rosalega tengdir vinir. Hann fékk síma og helling af galdeyrir til að hafa méð sér til Spánar í Júní, en hann ætlar að koma með afa sínum og ömmu til spánar í 3. vikur í júní. Það var glæsileg afmælisveislan sem var haldin honum til heiðurs. Það verður eitthvað þegar hanm fermist he he he he he

Sunday, March 25, 2007

Það er svo vond ligt af nautunum ojjj... en nautin voru rosalega skotin í ömmu hehehehe þau sleiktu hana pog tungan var rosa stór vááááá....

Hún mamma mín er svo dugleg að taka myndir. Ég ætla að vera svona dugleg þegar ég verð stór.....


Ég og pabbi erum að fylgjast með, við meigum ekki missa af neinu í sveitinni..

Það var svo gaman hjá mér ........

Skrítið í honum augað ég var hálf hrædd en samt rosa gaman.

Sunnudagur 25 mars 2007.

Hæ allir.
Ég er búin að vera latur að skrifa inn í bloggið mitt. Það er svo skrítið að þegar maður slakar á í þessu þá gleymir maður þessu aftur og aftur. En ég er búin að eiga ágæta helgi, en það var ekki unnið í Einingarverksmiðjunni í gær í fyrsta skypti í langan tíma. Ég er búin að vera að nota tíman og slappa af. Það var nú samt ekki mikil afslöppun því við vorum að passa barnabörnin á laugardagskvöldið. Þau voru svolítið rellinn greiin enda var Kamilla Stjarna veik greyið. Hún var með svo mikið í lungunum og svo slæman hósta að við þorðum ekki öðru en að hringja á læknavagtina. En allt fór vel sem betur fer. Sirrý ér rosalega þreytt enda bitnaði þetta mest á henni.
Við Sirrý Íris og Bjössi og Salka fórum síðan í dag vestur á Snæfellsnes og ætluðum að taka myndir og tókum myndir. Það var svo gaman að sjá þessa elsku þegar við fórum í fjósið á Snorrastöðum hún ljómaði he he he he .... Við fórum svo uppá Akranes og ætluðum að mynda þar en það var orðið svo dimmt yfir og við gátuum ekki tekið þær myndir sem við ætluðum. Við kíktum á Simma og langt síðan að við höfðum komið þangað. Það er gaman að keyra á Skagann en mig langar ekkert þangað aftur.
Við fengum síðan fallegar og góðar fréttir í dag.. Dísa Magga og Stjáni eignuðust dreng í gær...Yndislegt þau áttu það svo mikið skilið eins og þau eru búin að ganga í gegnum í lífinu frábært innilega til hamingju.
ég set nokkrar myndir inn á eftir..

Tuesday, March 20, 2007

Þriðjudagur 20.03.2007

Hæþ
Það er búið að vera mikið að gera í því að láta sér batna af þessari pest. Það gengur bara hægt, ég er með svo mikið í lungunum.... rosalega pirrandi. Í vinnunni er hellingur um að vera, alltaf verið að steypa. Maður gerir ekki mikið meira en að vinna. Það er svaka veisla á föstudagin í bridge klúbbnum. 14 rétta máltíð og kampavín og næs. (fyrir þá sem það vilja). Meira síðar.

Thursday, March 15, 2007

Fimtudagur 15.03.2007

Hæ.
Ég lét mig hafa það í dag,og mætti í vinnu. Ég var hálf slappur samt en maður harkaði af sér...
Sirrý fór til Köben í dag svo maður er bara einn í kotinu núna fram yfir helgi. Ég verð að vinna mikið í pappír svo að maður verður með langa daga fram undan. Ég er að reyna að skoða hvernig við bregðumst við vinnulega ef það fer að hæjast á í byggingarbransanum en ég hef enga trú á því nema ef við fáum vinstri stjórn inn í vor. Ég held að menn séu að halda aftur af sér núna því áróðurinn í Samfilkingu og Vinstri grænum er þannig.
Annað sem ég var að hugsa.... Hvernig ætli Sverri Hermannssyni líði innanbrjósts að horfa á barnið sitt (Frjálslindaflokkinn) vera komið undir stjórn Jóns Magnússonar. Honum hlítur að svíða það mikið, en Sverrir er vinnusamur og sterkur maður og má þakka fyrir að vera búin að segja sig úr pólitík... allavega myndi ég ekki vilja láta afkvæmið mitt í hendurnar á Jóni Magnússyni, allt sem Jón kemur nálægt hefur ekki endað vel. Hann er svo stjórnsamur og sjálfumglaður að fáir geta starfað með honum og þar sewm hann hefur verið hefur það yðulega endað með leiðindum og klofningi. Ég óttast það fyrir hönd Frjálslinda flokksins og þetta eigi eftir að koma þeim þetta heiftarlega í koll síðar.
Mér finnst Jón Sigurðsson og Guðni Ágústsson og síðast en ekki síst hefur Bjarni í Suðurkjördæminu okkar verið að standa sig mjög vel í þeim viðtölum og snúið okkur í stórkostlega sókn. Einnig er hún rosalega seig hún Sæjunn Stefánsdóttir stóðu uppúr í Eldhúsdagsumræðum í gær. Þetta er stelpa sem sópar að. Hún er rosalega skynsöm ábyrg og skelegg í umræðum og mjög málefnaleg. Það er virkilega gaman að fylgjast með henni í framtíðinni þessari stelpu. Mættu fleiri taka hana til fyrirmyndar.

Wednesday, March 14, 2007

Miðvikudagur 14.03.2007

Ég vil byrja á að votta öllum aðstandenum mína dýpstu samúðar vegna sjóslysins fyrir Vestan. Ég þekkti annann mannin mjög vel, hann var háseti hjá mér þegar ég var skipstjóri á Vin ÍS 8.
Unnar var mjög góður starfsmaður duglegur og ósérhlífinn. Hann var hæglátur og frekar fyrir sjálfan sig og blandaði ekki mikið geði við hvern sem var. Hann var mikill grúskari og mikill tölvu snillingur og á því sviði hélt ég að hans vegir myndu liggja þegar leiðir okkar skildu á sínum tíma. Það var gaman að ræða við hann um þau mál og það var rosalega gaman að vera einn með honum uppi í brú á nóttinni og spjalla og gantast. Hann kom oft upp til mín og áttum við mörg leindarmál saman." Guð blessi þig Unnar minn og gefi fjölskyldu þinni styrk til að takast á við þá miklu sorg sem nú hefur knúð að dyrum". Eirík kannaðist ég líka við og bið ég algóðan Guð að blessa þær fjölskyldur sem eiga svo mikið sárt að byggja.
Af mér er það að frétta að ég ligg enn og er orðin rosalega þreyttu á því. Ég ætla samt í vinnu á morgun það er ómögulegt að liggja svona. Það er búið að vera rosalega erfitt að hanga heima og geta ekkert gert, hafa ekki þrek eða getu til að gera neitt.
Sirrý er að far ti Köben á morgun með stelpunum úr vinnunni og ætla þær að fara að mótmæla við Undomshuset kannski verður hún bara sett inn og kemur til baka með haustskipunum he he eh .... gott hjá þeim.